Skólaritari GSS

Við fögnum því að Nadine hefur verið ráðin í starf skólaritara við Grunnskólann í Stykkishólmi og mun hún hefja störf 1. ágúst næstkomandi.

Nadine kemur til starfa með víðtæka reynslu að baki, bæði úr skrifstofustörfum og fjölbreyttum verkefnum tengdum þjónustu, bókhaldi, markaðsmálum og viðburðastjórnun.
Hún hefur áður starfað hjá Sæferðum og rekur jafnframt lítið ferðaþjónustufyrirtæki.

Nadine er hestakona af lífi og sál og algjör sveitakona – en umfram allt er hún brosmild, jákvæð og hjálpleg.
Við hlökkum til samstarfsins og bjóðum Nadine innilega velkomna í skólasamfélagið.