Skólamyndir ehf. munu sjá um skólamyndatökur í grunnskóla Stykkishólms miðvikudaginn 3. september
· Teknar verða einstaklings- og hópmyndir af öllum nemendum
Þegar myndirnar eru tilbúnar verða þær aðgengilegar á vefnum okkar, www.skolamyndir.is.
Hver bekkur fær sérstakan aðgangslykil til að skoða myndirnar og velja úr þeim til kaups eftir óskum.
Sendur verður tölvupóstur með aðgangsupplýsingum um leið og myndirnar hafa verið settar á vefsíðuna.