Skólamálaþing

Síðasta mánudag hélt Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga í samstarfi við leik-, grunn- og framhaldsskóla á Snæfellsnesi Skólamálaþing. Þingið var haldið á Hótel Stykkishólmi. Yfirskriftin var læsi og skiptist dagurinn í fyrirlestra og hópaumræður. Fyrirlesrar komu frá Árborg og Hafnarfirði. Vel var mætt frá skólunum eða um 170 manns.