Skipulagsdagur í GSS

Skipulagsdagarnir okkar eru ansi vel nýttir hjá okkur og verkefnin sem eru bæði ígrunduð og unnin eru ansi mörg.
Á síðasta skipulagsdegi fékk starfsfólk kynningar á verkefnum:
-Tengslatorgið sem er samstarfsverkefni Hörðuvallarskóla við foreldrafélag skólans en markmið verkefnisins er að efla tengsl heimilis og skóla.
- Lausnaleit undir tímapressu sem styður við gagnrýna hugsun, sköpun, samskipti og samvinnu.

Stuðningfsfulltrúar ígrunduðu starf sitt m.a út frá hvernig brugðist er við í erfiðum aðstæðum og hverjar eru helstu áskoranir í starfinu,
Kennarar ígrunduðu heimanámsstefnu skólans, niðurstöður Skólapúlsins, gildi skólans og hvað einkennir góða kennslustund.

Eins og alltaf þá var skipulagsdagurinn vel nýttur, líflegur og lærdómsríkur fyrir alla hópa.
Skipulagsdagar eru mjög mikilvægir fyrir starf skólans og þá skólaþróun sem við viljum að sé í gangi hjá okkur.