Skákkennsla - Landinn í heimsókn

Í síðustu viku fengum við Braga Þorfinnsson stórmeistara í skák til okkar. Hann var með skákkennslu í öllum bekkjum auk þess sem haldin voru skákmót bæði hjá yngri nemendum og eldri. Við höfum fundið fyrir miklum skákáhuga hjá nemendum undanfarið. Það toppaði svo daginn að Landinn kom í heimsókn og tók upp innslag sem sýnt verður sunnudaginn 3. mars.