Samtalsdagur

Samtalsdagur er fyrir alla nemendur í 1.-10. bekk. Þá mæta foreldrara/forsjáraðilar með börnum sínum til viðtals við umsjónarkennara. Foreldrar/forsjáraðilar bóka sína viðtalstíma í gegnum Mentor. 
Feður jafnt sem mæður eru hvatttir til að mæta í viðtalið.  
Á samtalsdeginum er m.a. farið yfir líðan nemenda og félagsleg staða, námsleg staða & næstu skref.
Hvert viðtal er 15 mínútur og eru foreldrar/forsjáraðilar vinsamlegast beðnir um að virða tímamörk.