Kæru foreldrar og forráðamenn
Í ljósi aðstæðna tók foreldrafélag grunnskólans í Stykkishólmi ákvörðun um að gera breytingar á hefðbundinni öskudagsdagskrá í samvinnu við grunnskólann og félagsmiðstöðina.
Fyrirtæki bæjarins verða ekki heimsótt þetta árið með tilheyrandi skrúðgöngu og söng. Þau styðja engu að síður vel við okkur með glaðning sem grunnskólabörn fá afhentan í lok skóladags.
Nemendum grunnskólans verður boðið upp á öskudagsþrautabraut í íþróttahúsinu, í fámennum hópum á skólatíma og í umsjón starfsfólks. Þar verður kötturinn einnig sleginn úr tunnunni, a.m.k. gerðar tilraunir til þess.
Boðið verður upp á andlitsmálingu fyrir yngstu nemendur skólans sem og handleiðslu í gerð öskudagspoka fyrir áhugasama. Að auki verður fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla nemendur fram til kl. 13:00 en þá lýkur skóladeginum.
Félagsmiðstöðin mun síðan í samvinnu við tómstundaval efna til grímudansleiks fyrir nemendur 7.-10.bekkjar.
Allar upplýsingar um öskudaginn er að finna í föstudagspósti stjórnenda en gott er að hafa þessi atriði í huga: