Í morgun var opinn dagur í skólanum. Nemendur kynntu bekkjasáttmála sína og svo gátu gestir skoðað skólann og spjallað við nemendur og starfsfólk. Textíl- og smíðakennararnir settu upp smá sýningu á verkum nemenda. Í mötuneytinu var vöfflusala sem starfsfólk stóð fyrir. Það var ánægjulegt að sjá hvað margir mættu og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Það eru fleiri myndir í myndasafninu.