Nýjar áherslur

Á skólaárinu þá höfum við verið að undirbúa nýjar áherslur í snjalltækjamálum skólans en akveðin þáttaskil áttu sér stað í lok árs 2023 þegar bæjarstjórn ákvað að veita aukið fjármagn í tækjavæðingu skólans. Hugmyndin um kennslustýrð tæki og símalausan skóla eiga þar talsvert stóran þátt. Með mikilli vinnu og áræðni starfsfólks skólans erum við að sjá fram á að okkar framtíðarsýn verði að veruleika. Við fengum samþykkt að tækjavæða skólann á næstu 3 skólaárum sem verður að teljast mikið framfaraskref í tækjasögu skólans.

Þriðjudaginn 2. apríl var nemendum 7. - 9. bekkjar afhendar Chromebook tölvur sem nemendur nýta sem námstæki á skólatíma. Allar tölvur eru kennarastýrðar í gegnum forritið Securly.

Með tækjainnleiðingunni er skólinn að taka skrefið í að banna snjalltæki í eigu nemenda og er því GSS símalaus skóli frá og með 2. apríl.