Í hádeginu í dag tókum við upp þá nýbreytni að nemendur í 6. - 10. bekk skammta sér matinn sjálf. Að sjálfsögðu var saltkjöt og baunir í matinn. Þetta gekk hratt og vel fyrir sig og sýndu nemendur augljóslega ánægju sína með fyrirkomulagið.
Samhliða þessari breytingu var ákveðið að fylgjast með hversu miklum mat nemendur henda enda matarsóun verið mikið í umræðunni. Hver bekkur hendir í sína fötu svo auðvelt er að sjá magnið.