Lýðræðisþing

Í morgun var haldið Lýðræðisþing á meðal nemenda í 7. - 10. bekk. Þar var öllum hópnum skipt upp í minni vinnuhópa og unnið að þremur málefnum; mötuneyti skólans, nýting á "gamla" skólabókasafninu og skólalóðin. Frábærar og skemmtilegar umræður áttu sér stað og mun tómstunda- og félagsmálavalhópurinn vinna úr þeim hugmyndum sem þar komu fram. Sumarliði kom og hélt tölu um mat og matarsóun. Í beinu framhaldi af því munu 6. - 10. bekkur byrja á því að skammta sér mat sjálf í hádeginu. Með því stefnum við að því að minnka matarsóun.

Það eru fleiri myndir í myndasafninu.