Lýðræðisþing

Á fimmtudaginn var haldið lýðræðisþing í 8. - 10. bekk. Gissur Ari tómstunda- og félagsmálafulltrúi hélt utan um þingið með nemendum sínum. Fyrirkomulagið var svokallað heimskaffi þar sem nemendur unnu í hópum. Umræðuefnið var ,,Frítíminn okkar" og felur það t.d. í sér frímínútur, nýja húsið undir X-ið og bókasafnið. Nemendur í tómstunda- og félagsmálafræði munu vinna úr niðurstöðum.