Læsisteymi skólans blés til ljóðaátaks dagana 11. - 21.mars. Nemendur kynntust fjölbreyttum ljóðum og voru fjölbreytt ljóð sýnileg út um allan skóla.
Nemendur fengu tækifæri til þess að yrkja sín eigin ljóð og þeir sem höfðu áhuga gátu skilað inn ljóði í ljóða samkeppni.
Þriðjudaginn 9. apríl var verðlaunaafhending og tilkynnt um sigurvegara. Veitt voru verðlaun í fjórum aldursflokkum.
Sigurvegarar
Páll Breki Gíslason - sigurvegari í aldurflokknum 1. - 2. bekkur með ljóðið Klárinn
Elín Margrét Sigurðardóttir - sigurvegari í aldursflokknum 3. - 4. bekkur með ljóðið Brauðsneið.
Salka Emilsdóttir - sigurvegari á í aldursflokknum 5. - 7.bekkur með ljóðið Fuglinn fagri
Adda Sigríður Ásmundsdóttir - sigurvegari í aldursflokknum 8. - 10.bekkur með ljóðið Hjartarætur