Lesum saman í sumar

Lesum saman í sumar

 

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimili & skóla. Lestur eykur orðaforða og eflir lesskilning. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til þess að viðhalda lestri barna sinna yfir sumarið

  • Hlusta saman á hljóðbækur
  • Orðaleikir (í bílnum, á ferðalagi, í göngutúr) t.d. rím, gátur, finna hljóð (safi) í orði, klappa atkvæði, þekkja starfi eða orð í umhverfinu.
  • Hafa fjölbreytt lesefni sýnilegt.
  • Foreldrar/forsjáraðilar eru fyrirmyndir.
  • Heimsækja bókasafnið og bókasöfn á ferðalögum.
  • Leyfa barninu að velja lesefni og lesa fyrir ykkur.,
  • Tala um orð sem erfitt er að lesa.
  • Tala um hvað orð þýða og merkja,
  • Búið til orðaleiki á meðan þið sinnið daglegum verkum.
  • Búið saman til innkaupalista og lesið á vörur í búðinni.
  • Á ferðalögum er gaman að lesa götumerkingar, bæjarnöfn og á allskonar skilti.
  • Leyfið börnunum að skrifa og senda pótstkort eða bréf til ættingja og vina.
  • Skrifið saman bókagagnrýni um þær bækur sem þið lesið saman.

 

Lesum saman

Sumarlestur