LESTRARÁTAK

Þann 8. janúar blásum við til lestrarátaks í GSS. Það stendur yfir í 2 vikur. Lestrarátakið að þesssu sinni verður með sama sniði og þarsíðasta ár. Það gengur þannig fyrir sig að nemendur fá greitt með peningum úr Gullnámu GSS fyrir þær mínútur sem þeir lesa, bæði í skólanum sem og heima. Hver mínúta gefur 1 lestrarkrónu Jóakims. Fyrir þessa peninga geta nemendur keypt ákveðnar vörur á bókasafninu og leyst út hjá umsjónakennurum.

Nemendur og/eða foreldrar skrá lesnar mínútur í lestrarheftin og kennarar fara yfir heftin og greiða út peningana, peningarnir skulu þó geymdir í skóla. Í þessu átaki gilda einungis mínúturnar sem nemandi les sjálfur þar sem við einblínum á þjálfun á lestrartækni. 

Í Lestrarbúðinni á bókasafninu er hægt að versla eftirfarandi hluti

  • 20 lestrarkrónur - Skraut á blýanta/bókamerki
  • 30 lestrarkrónu - Goggar
  • 50 lestrarkrónur - Fuglafit / tyggjó / plöstuð bókamerki
  • 100 lestrarkrónur - Læra í safnum (fyrir 6. - 10.b)
  • 150 lestrarkrónur - Útitími / tölvu/ipad tími
  • 200 lestrarkrónur - Aðstoðarkennari í yngri bekkjum (fyrir 6.-10.b)
  • 250 lestrarkrónur - Frjálst í sundi, pottatími
  • 300 lestrarkrónur - Sofa út 1 tími (fyrir 6.-10.b, ákveðið í samstarfi við kennara)
  • 400 lestrarkrónur - Útitími meða Ásdísi og bekk á yngsta stigi (fyrir 6.-10.bekk)
  • Bekkurinn safnar saman fyrir bekkjarpartý/videó/frjálst nesti
    1. - 2. b - 50 lestrarkrónur
    3.-10.b 150 lestrarkrónur á mann