- Fréttir
- Þjónusta
- Myndir
- Íbúagátt
- Starfsfólk
- Viðburðir
- Fundargerðir
- Stagley
Nú í janúar eru lesfimipróf lögð fyrir í skólanum líkt og fyrri ár. Prófin eru hluti af reglulegu mati á lestrarfærni og eru forsenda þess að kennarar geti fylgst með stöðu nemenda og skipulagt kennslu og stuðning eftir þörfum. Lesfimi er mikilvægur þáttur í lestrarfærni barna. Hún birtist í sjálfvirkum og nákvæmum lestri, og þegar lesfimi er góð á nemandinn auðveldara með að einbeita sér að innihaldi textans. Þess vegna snýst lesfimi ekki bara um lestrarhraða heldur um undirstöðuþátt í heildarfærni í lestri og námi.
Í kjölfar fyrstu skrefa í innleiðingar Matsferils, sem er nýtt samræmt námsmat sem gerir kennurum kleift að fylgjast betur með og bregðast við stöðu og framvindu hvers nemanda, hefur MMS gert breytingar á því hvernig niðurstöður nemenda á lesfimiprófi eru birtar.
Foreldrar/forsjáraðilar hafa nú þegar fengið sent upplýsingabréf þar sem er farið er yfir hvað hefur breyst og hvaða upplýsingar eru nú birtar um stöðu og framvindu í lesfimi. Skólinn hvetur foreldra/forsjáraðila til þess að kynna sér upplýsingabréfið frá MMS þar kynnt er hvernig lesa eigi úr niðurstöðum lesfimiprófanna.
Kennarar munu miðla niðurstöðum til foreldra/forsjáraðila en niðurstöður munu ekki birtast inn á mentor. Í vor munu foreldrar geta sótt lesfiminiðurstöður barna sinna á island.is ásamt niðurstöðum úr stöðu- og framvinduprófum sem lögð verða fyrir nemendur í 4. - 10.b í mars á þessu ári.