Lausar stöður við Grunnskólann í Stykkishólmi

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar:

100% staða skólaliða í þrifum og gæslu við Grunnskólann.

50% staða skólaliða í Regnbogalandi

Umsækjendur þurfa að:

  • hafa náð 20 ára aldri
  • hafa áhuga á að vinna með börnum
  • hafa til að bera hæfni í mannlegum samskiptum
  • geta umgengist alla einstaklinga af virðingu
  • vera tölvufærir

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með börnum. Einnig er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.  

Umsækjendur af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um.

Grunnskólinn í Stykkishólmi er lifandi og skemmtilegur vinnustaður. Í skólanum starfa u.þ.b. 180 börn og 50 fullorðnir. Einkunnarorð skólans eru Gleði – samvinna – sjálfstæði.

Umsóknir skulu sendar á heimireyv@stykk.is.

Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Heimir Eyvindsson skólastjóri í síma 433-8178 eða í tölvupósti.

Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2023