Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi

  

Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði ? samvinna ? sjálfstæði eru einkunnarorð skólans. Stykkishólmsbær eða ,,Bærinn við eyjarnar" er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni.

  

Láttu Hólminn heilla þig

 

100% staða deildarstjóra stoðþjónustu laus frá 1. ágúst 2022

  

Hæfniskröfur

  • Menntun í sérkennslufræðum og/eða reynsla af kennslu nemenda með sérþarfir

  • Minnst 2 ára reynsla af starfi í grunnskóla

  • Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga

  • Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði

  • Góð tök á íslenskri tungu í ræðu og riti

  • Faglegur metnaður

  •   

Ábyrgðarsvið

  • Sérkennsla í 50% stöðu

  • Stjórnunarhluti í 50% stöðu 

  • Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgd með námi

  • Samstarf við foreldra og fagaðila vegna málefna nemenda með sérþarfir

  • Vera kennurum til ráðgjafar varðandi nemendur með sérþarfir. 

  • Næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa og kennara sem sinna sérkennslu

  •   

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands. 

Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.

  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is.

  

Skriflegum umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið berglind@stykk.is ásamt ferilskrá fyrir 19. apríl 2022.