Laus staða við Grunnskólann í Stykkishólmi
Í Grunnskólanum í Stykkishólmi eru 150 nemendur. Gleði ? samvinna ? sjálfstæði eru einkunnarorð skólans. Stykkishólmsbær eða ,,Bærinn við eyjarnar" er 1200 manna bær á Snæfellsnesi með fallega náttúru og öflugt mannlíf. Í Stykkishólmi er vottað heilsueflandi vatn í sundlauginni.
Láttu Hólminn heilla þig
100% staða deildarstjóra stoðþjónustu laus frá 1. ágúst 2022
Hæfniskröfur
Menntun í sérkennslufræðum og/eða reynsla af kennslu nemenda með sérþarfir
Minnst 2 ára reynsla af starfi í grunnskóla
Leikni í mannlegum samskiptum og færni í að umgangast börn og unglinga
Skipulagshæfni, stundvísi og frumkvæði
Góð tök á íslenskri tungu í ræðu og riti
Faglegur metnaður
Ábyrgðarsvið
Sérkennsla í 50% stöðu
Stjórnunarhluti í 50% stöðu
Gerð einstaklingsnámskráa og eftirfylgd með námi
Samstarf við foreldra og fagaðila vegna málefna nemenda með sérþarfir
Vera kennurum til ráðgjafar varðandi nemendur með sérþarfir.
Næsti yfirmaður stuðningsfulltrúa og kennara sem sinna sérkennslu
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Axelsdóttir skólastjóri í síma 433-8178/895-3828 eða á netfangið berglind@stykk.is.
Skriflegum umsóknum skal skilað til skólastjóra á netfangið berglind@stykk.is ásamt ferilskrá fyrir 19. apríl 2022.