KÖTT GRÁ PJÉ

Síðasta föstudag fóru nemendur í 6. - 10. bekk niður í Gömlu kirkju þar sem nemendur úr 8. - 10. bekk voru með upplestur. Lesið var upp úr völdum verkum sem nemendur höfðu unnið í tímum með rapparanum Atla Sigþórssyni öðru nafni KÖTT GRÁ PJÉ. Koma hans í skólann var hluti af Júlíönuhátíðinni.