Klippt á bremsuvíra reiðhjóla: Lögreglu gert viðvart

Undanfarna daga hafa foreldrar og forráðamenn í Stykkishólmi orðið þess varir að óprúttnir aðilar hafi klippt á bremsuvíra á reiðhjólum barna. Eins og gefur að skilja er hér um að ræða stórhættulegt atferli sem þarf að stemma stigum við hið snarasta. Foreldrar og forráðamenn eru því hvattir til að ræða alvarleika málsins heima fyrir, skoða reiðhjól barna sinna og brýna fyrir börnunum að vera á varðbergi hvað þetta varðar.

Skólastjórnendur hafa gert lögreglu viðvart og munu lögregluþjónar í dag eiga samtal við nemendur skólans og gera grein fyrir málinu og alvarleika þess. Þar að auki mun lögreglan auka eftirlit og vera sýnileg í grennd til skólann. Þá hefur reiðhjólagrindum verið dreift betur um skólalóðina til að auðvelda starfsfólki aukið eftirlit.

Myndavélakerfi er til staðar á skólalóðinni en búið er að bæta við auka myndavél og er svæðið því vel vaktað.

https://www.stykkisholmur.is/is/frettir/klippt-a-bremsuvira-reidhjola-logreglu-gert-vidvart