Kæru vinir 
 
Í tilefni Dags íslenskrar tungu vorum við með söngsal fyrir nemendur í 1. - 7. bekk síðastliðinn þriðjudag. Við buðum til okkar félögum í Aftanskin. Við vonum að þau sem sáu sér fært að mæta hafi haft gaman af. Við sungum Öxar við ána, Buxur, vesti, brók og skó, Hani, krummi, hundur, svín, Á íslensku má alltaf finna svar og lagið Vatnaleið sem texti um bæinn okkar við lagið Country Roads. Auk þess syngjum við alltaf afmælissönginn fyrir þá sem eiga afmæli í mánuðinum. Við bendum ykkur á að inni á síðu skólans á Facebook eru komnar upptökur þar sem heyra má nemendur syngja.  
 
Þá opnaði í hádeginu í dag skrímslasýning á Amtsbókasafninu á vegum nemenda í sköpun. Við viljum hvetja alla sem tök hafa á því að koma og sjá hana. Virkilega skemmtileg sýning hjá þeim.  
 
Í næstu viku mun Þorgrímur Þráinsson koma í 10. bekk og ræða við þau um lífið og tilveruna. Hvernig á að setja sér markmið og standa með sjálfum sér. Þetta er líður í forvarnastarfi skólans.  
 
Að lokum viljum við benda ykkur á sýningu á heimildamyndinni ,,Að sjá hið ósýnilega? sem verður á Amtsbókasafninu. Hún fjallar um íslenskar konur sem hafa greinst með einhverfu. Mjög áhugaverð mynd og hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir að vekja athygli á þessum minnihlutahóp. 
 
Óskum ykkur notalegrar helgar 
 
Berglind og Lilja Írena