Jólagóðverk nemenda á unglingastigi

Í desember unnu nemendur á unglingastigi Grunnskólans í Stykkishólmi afar skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni í Stykkismixinu. Nemendur kynntu sér ýmis góðgerðarsamtök, tilnefndu þau sem þeim þóttu koma til greina og greiddu að lokum atkvæði um hvaða samtök skyldi styrkja. Fyrir valinu varð Björgunarsveitin Berserkir.

Verkefninu lauk með glæsilegum jólamarkaði þar sem nemendur seldu jólalegan varning, smákökur og kakó, auk þess sem haldið var happadrætti með frábærum vinningum.

Í vikunni heimsótti stoltur hópur nemenda Björgunarsveitina og afhenti Jóhönnu Maríu, fulltrúa sveitarinnar, styrk að upphæð 300.000 krónur frá unglingastigi GSS.