Í haust var ákveðið að skipta yfir í Mentor í stað INNU og tók Mentor við af Innu strax á nýju ári.
Mentor kerfið er hannað til að auðvelda skóla að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í hæfninámi eru hæfniviðmið veigamikill þáttur, en þau eru lýsing á þeirri hæfni sem nemendur eiga að stefna að í námi.
Fyrir jólafrí var sendur út póstur til foreldra/forsjáraðila með upplýsingum um lykilorð, ef þú telur þið ekki hafa fengið þann póst þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við Jóhönnu ritara eða Silju aðstoðarskólastjóra.
Við munum innleiða kerfið í nokkrum skrefum og þessa dagana eru stjórnendur og kennarar að læra á kerfið. Við erum svo heppin að í kennarahópnum erum við með kennara sem hafa unnið áður með Mentor í öðrum skólum og miðla sinni þekkingu og reynslu til þeirra sem eru að kynnast Mentor í fyrsta skipti.
Foreldrar/forsjáraðilar geta náð sér í Mentor app í sín snjalltæki (Play store & App store). Appið er mjög aðgengilegt og er hægt að stilla hvaða tilkynningar foreldrar/forsjáraðilar vilja fá upplýsingar um.
Við hvetjum foreldra/forsjáraðila til þess að tileikna sér Mentor sem fyrst og nýta sér kerfið til að skrá inn forföll, hægt er að skrá inn staka tíma og heilan dag. Ekki er hægt að skrá fram í tímann og því verða foreldrar/forsjáraðila að passa upp á að skrá forföll á hverjum degi.
Á heimasíðu info Mentor má finna frekari upplýsingar um Mentor.
Þeir sem eru á Facebook geta fundið infoMentor hér
Foreldrum/forsjáraðilum er velkomið að hafa samband við okkur með fyrirspurnir um Mentor og ykkur er alveg óhætt að koma til okkar í skólann og fá aðstoð.