Inflúensubólusetning á Heilsugæslustöðinni í Stykkishólmi

Dagana 23., 24., og 30. spetember og 1. október 2019 kl. 12:00-14:00 verður bólusett við inflúensu á Heilsugæslustöðinni í Stykkishólmi.

Sóttvarnalæknir mælist til aðeftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningar:

Allir einstaklingar 60 ára og eldri. Öll börn og fullorðnir sem þjást aflangvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynjasjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Barnshafandi konur.  

Sóttvarnalæknir mælist til þess aðofangreindir forgangshópar fái bóluefnið sér að kostnaðarlausu. Allir aðrir eru einnig velkomnir.