„Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi efna Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum til verkefnisins „Heill heimur af börnum – börn setja mark sitt á Íslandskortið.“ Hugmyndin er að hvetja börn til að miðla því sem þeim finnst mikilvægt og áhrifaríkt í lífi þeirra og umhverfi, hvort sem það er fólk, landslag, menning, listir, áhugamál, náttúra eða annað, og koma því til skila á nýju gagnvirku Íslandskorti.“
Kortið verður afhjúpað við hátíðlega athöfn á Þingvöllum og á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Nemendur í 4. bekk í Grunnskólanum í Stykkishólmi tóku upp tvö myndbönd. Annars vegar um það sem þeim þykir skipta mestu máli í lífinu og svo myndband um bæinn sinn, Stykkishólm.
https://youtu.be/0xrBe3uojDk
https://youtu.be/9FyYrkU4pjU?si=rsSzIXzcZ-9tFsju