Hugleiðsla

Hugleiðsla

Í vetur hefur verið í boði fyrir 5.- 8. bekk hugleiðsla, bekkjarskipt í sal bókasafnsins. Börnin hafa sótt tímana nokkuð vel og finnst sumum finnst þetta notalegra en öðrum. Vegna Covids-19 hafa þessir tímar verið mun færri heldur ég ætlaði í upphafi en við komum sterk inn eftir jólafrí.

Um áramótin var hugleiðslunni úhlutað annað rými, það rými var hægt að skipuleggja aðeins fyrir hugleiðsluna og geta dýnurnar verið á gólfinu tilbúnar fyrir þá sem þurfa öllum stundum. Í rýminu eru skipulagðir tímar í 5.-8. bekk og eru þeir opnir öllum í þessum bekkjum þrisvar sinnum í viku og hefur Regnbogaland einnig fengið tvo tíma á viku með kennara. Aðrir kennarar geta einnig nýtt rýmið fyrir bekki þegar á við og er það opið fyrir nemendur sem þurfa ró og næði. Seinnipartur dagsins er rýmið hugsað fyrir starfsfólk skólans.

 

Kv Ragnheiður