- Fréttir
- Þjónusta
- Myndir
- Íbúagátt
- Starfsfólk
- Viðburðir
- Fundargerðir
- Stagley
Nokkrir starfsmenn GSS skiptu um hlutverk á dögunum og fengu að kynnast fjölbreyttum verkefnum annarra.
Skólastjórinn skipti um hlutverk við stuðningsfulltrúa, aðstoðarskólastjóri skipti um hlutverk við umsjónarkennara á yngsta stigi, umsjónarkennari á miðstigi skipti um hlutverk við skólaliða í mötuneyti, kennarar á yngsta stigi fóru upp á unglingastig og öfugt og bókasafnsfræðingurinn fékk að kynnast unglingastiginu.
Hlutverkaskiptin vöktu töluverða gleði á meðal nemenda og starfsfólk fékk heldur betur nýja sýna á hlutverk annarra.
Allt fór vel fram og enginn neitaði að taka aftur við sínu hlutverki.