Haustvindar ? Sköpun yngri

Haustvindar ? Sköpun yngri 
 
Grunnskólinn datt heldur betur í lukkupottinn í vor þegar í ljós kom að 3 af 4 þróunarverkefnum sem sótt var um voru valin af Sprotasjóð. 
 
Sköpun var eitt þeirra verkefna sem varð fyrir valinu með áherslu á aukið samstarf skólanna í Stykkishólmi. Það er óhætt að segja að verkefnið fari vel af stað. Gleði og eftirvænting skín úr hverju andliti og vinnugleðin er engu lík. 
 
Um daginn fór 1. bekkur og elstu börn leikskólans í skógarferð til að safna efniviði sem við unnum svo úr. Þessi vinna hélt áfram í dag og lýkur með uppsetningu á afrakstrinum. Við erum svo heppin að Skipavík mun lána okkur gluggana sína til útstillingar. Sýningin í Skipavík mun standa í eina viku frá 17. september ? 24. september og verður auglýst betur þegar nær dregur. 
 
Þó svo að við séum upptekin af því að taka á móti leikskólabörnum ásamt starfsfólki og bjóða þau velkomin í skólann okkar og aukið samstarf þá má ekki gleyma því að 2.-4.bekkur er einnig í fjölbreyttri stöðvavinnu tengt þemanu Haustvindar. 
 
Tónlistarskólinn bætist í samstarfshópinn í október og er það ekki síður spennandi verkefni tengt músinni Maxi.  
 
Það er virkilega gaman og þakkarvert að fá að vera hluti af góðum hópi starfsfólks og sjá drauma verða að veruleika.  
 
Kristbjörg Hermannsdóttir 
 
Verkefnastjóri Sköpunar