- Fréttir
- Þjónusta
- Myndir
- Íbúagátt
- Starfsfólk
- Viðburðir
- Fundargerðir
Þær Þóra Magga og Ingunn fengu tækifæri til þess að taka þátt í menntaveislunni á UTÍS sem var haldin í Hveragerði dagana 6.-8. nóvember.
UTÍS er einstakur viðburður fyrir skólafólk og er orkan á UTÍS algjörlega einstök.
Á föstudeginum unnum við m.a. í litlum hópum og sögðum m.a. frá áhugaverðum verkefnum í skólunum okkar. Hver hópur tilnefndi svo eitt áhugavert verkefni sem fór á svokallað Hugmyndahlaðborð. Á Hugmyndahlaðborðinu voru svo 27 verkefni kynnt og þar á meðal var LEGÓ verkefni GSS, enda ótrúlega áhugavert verkefni.
Verkefnið vakti að sjálfsögðu töluverða athygli enda algjörlega einstök vinna sem fram fer í Stagley.