Framkvæmdir við GSS

Framkvæmdir eru hafnar við skólann. Á næstunni verður sett  niður færanlegt kennslurými sem mun koma…
Framkvæmdir eru hafnar við skólann. Á næstunni verður sett niður færanlegt kennslurými sem mun koma til móts við fjölgun nemenda og aukinni rýmisþörf.
ítrekað hefur verið við nemendur að vinnusvæðið sé alls ekki leiksvæði, hvorki á skólatíma né öðrum tíma og beinum við þeim tilmælum til foreldra/forráðamanna að ræða við sín börn um mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum og að vinnusvæði séu aldrei leiksvæði.

Við erum ótrúlega spennt fyrir framkvæmdunum og verður gaman að fylgjast með á næstu dögum og vikum.