Kæru vinir!
Gleðilegt sumar!
Þessi stutta vika eftir páskaleyfi leið hratt.
6. - 10. bekkir fengu fyrirlestur um matarsóun. Rannveig Magnúsdóttir frá Landvernd talaði við nemendur í sláandi staðreyndum og áhugaverðum málefnum.
Nemendur í 9. og 10. bekk fengu Einar Þór Jónsson lýðheilsufræðing og kennara frá HIV Ísland í heimsókn og hélt hann fræðslu um HIV og kynsjúkdóma. Skipulögð fræðsla sem haldin hefur verið undanfarin 16 ár af félaginu.
Niðurstöður samræmdra prófa komu í þessari viku og fengu nemendur 9. og 10. bekkjar einkunnir sendar með sér heim.
Á miðvikudaginn í næstu viku munu nemendur í Skólahreysti keppa til úrslita í Laugardalshöllinni. Mikil spenna fyrir því. Nemendum 7. - 10. bekkjar stendur til boða að fara með til Reykjavíkur og hvetja sitt lið til dáða.
Góða helgi,
Berglind og Drífa Lind