Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!
Við viljum óska flotta hreystihópnum okkar til hamingju með góðan árangur í Skólahreysti síðastliðinn miðvikudag. Keppendur okkar stóðu sig frábærlega!
Kennarar og stjórnendur allra grunnskóla Vesturlands hittust á uppskeruhátíð teymiskennslu í vikunni á Fosshótel Stykkishólmi. Þar fóru skólarnir yfir innleiðingu teymiskennslu með Ingvari Sigurgeirssyni sem hófst síðastliðið haust; hvað hafði gengið vel, hvað betur mætti fara og svo framvegis. Við í Grunnskólanum í Stykkishólmi stefnum að því að auka við teymiskennslu með nýju skólaári en viðhorf kennara til samvinnu og teymiskennslu er almennt jákvæð í okkar samfélagi.
Þessari viku var lokið með hressandi söngsal meðal allra nemenda og starfsfólks.
Við minnum á frídag mánudaginn 1. maí.
Góða helgi!
Berglind og Drífa Lind