Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir

Þessi stutta vika leið hratt og veðrið gefur til kynna að sumarið er handan við hornið.
9. bekkur flýgur á vit ævintýranna á mánudagsmorgunn þar sem leiðin liggur til Danmerkur. Mikil spenna og tilhlökkun í hópnum og við hlökkum til að fylgjast með þeim þá viku sem þau verða í burtu.
Í næstu viku fáum við til okkar tilvonandi nemendur 1. bekkjar. Þau munu verða hjá okkur frá mánudegi til miðvikudags í vorskóla þar sem Ásdís Árnadóttir umsjónarkennari þeirra verður með þeim. Vorskólinn veitir börnunum smá nasasjón á það hvað koma skal næsta haust. Tilgangurinn er að gera upphaf skólagöngunnar auðveldari fyrir börnin.
Góða helgi!
Berglind og Drífa Lind