Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir 

Í upphafi vikunnar var skólinn skreyttur með skemmtilegum læsisverkefnum sem unnin voru eftir læsisstefnu skólans. Verkefnin unnu nemendur upp úr skáldsögum sem þeir hafa lesið í vetur.  
Nemendur í 9. bekk blómstra í Danmörku og hefur allt gengið vel. Þau fóru frá Kolding yfir til Kaupmannahafnar í gær og verða þar fram á sunnudag. Áætluð heimkoma er seinnipart sunnudagsins.  
Vorskólinn þetta ár gekk vel. Tilvonandi nemendur 1. bekkjar komu til okkar þrjá daga vikunnar og fengu smjörþefinn af því hvað tekur við hjá þeim næstkomandi haust. Mikil tilhlökkun í hópnum.  
Í næstu viku 17. maí mun 3. bekkur fara í sveitaferð inn í Dali. Farið verður með rútu að morgni og komið heim seinnipart dags. 
Bestu kveðjur, 
Berglind og Drífa Lind