Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!
Í þessari viku komu 9. bekkingar okkar til baka frá skemmtilegri Danmerkurferð sem heppnaðist mjög vel. Allir nemendur glaðir og kátir.
3. bekkur kíkti í sveitaferð inn í Dali. Þar heimsóttu þau MS, Eiríksstaði og Erpsstaði. Ljómandi ferð sem lýsir sér best í myndum sem finna má á Facebook síðu skólans - https://www.facebook.com/grunnskolisth/.
Við lukum vikunni með hressandi söngsal sem var hinn síðasti þetta skólaárið. Auk þess hafa einhverjir bekkir byrjað í ruslatínslu vegna Umhverfisvikunnar. Því verkefni mun ljúka í næstu viku.
Í næstu viku er námsmat. Prófadagar á unglingastigi 8. ? 10. bekk verða miðvikudaginn 24. maí og föstudaginn 26. maí. Skólinn er lokaður fimmtudaginn 25. maí á Uppstigningardegi.
Góða helgi!
Berglind og Drífa Lind