Föstudagspóstur skólastjórnenda

Skólastarf hefur farið vel af stað þetta skólaárið. Einmuna veðurblíða hefur sett sitt mark og ekki farið fam hjá okkur að nemendur koma glaðir úr sumarfríi. 

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum að samþykkt hefur verið að Stykkishólmsbær greiði fyrir skólagögn nemenda. Gögnin munu koma til okkar um miðja næstu viku. Það hvaða hátt við munum hafa á eigum við eftir að þróa en ákveðið hefur verið að nemendur fari ekki heim með gögnin.

Við viljum minna á mikilvægi þess að þið foreldrar/forráðamenn látið starfsfólk Heilsdagsskóla vita ef nemendur mega fara fyrr heim sem og að brýna fyrir börnum ykkar að þau fari aldrei úr Heilsdagsskólanum án leyfis. Eins viljum við minna á að skólalóðin er frátekin fyrir nemendur Heilsdagsskólans til kl. 16:00 eftir það er öllum frjálst að nota lóðina.

Njótið helgarinnar,
Berglind og Lilja Írena