Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!
 
Þá er fyrsta vika miðannar búin.
Við þökkum öllum þeim sem komu í viðtöl á miðvikudaginn kærlega fyrir komuna. Það var virkilega gaman að sjá hve margir komu og fengu stöðumat barna sinna.
 
Í næstu viku verður jólaföndur foreldrafélags grunnskólans þar sem 6. - 10. bekkur hittist á mánudaginn 28. nóvember kl.18. Á þriðjudaginn hittast svo 1. - 5. bekkur á sama tíma.
 
Stjórnendur grunnskólanna á Snæfellsnesi funduðu í vikunni og skiptust á upplýsingum um skólana. Mjög góð og mikilvæg vinna sem nýtist í ýmis samstarfsverkefni.
 
Við munum byrja næstu viku á því að setja upp jólatréð okkar og mun 10. bekkur skreyta það með skrauti hvers bekkjar.
 
Góða helgi og gleðilega aðventu!
Berglind og Drífa Lind