Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!
 
Nú ljúkum við frábærri viku í grunnskólanum, Skóla-Jól. Unglingastigið vann á fjölbreyttum stöðvum alla vikuna. Þau komu því víða við í bænum og viljum við þakka góðar móttökur alls staðar. Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu sem nemendur bjuggu til http://grunnskolisth.wixsite.com/skolajol/skolajol.
 
Nemendur í 1. bekk héldu áfram að heimsækja vinnustaði bæjarins og var tekið vel á móti þeim á Dvalarheimilinu og Hótel Fransiskus í vikunni.
 
Lionsklúbburinn Harpan og Lionsklúbbur Stykkishólms komu færandi hendi og gáfu nemendum í 3. bekk litbækur um brunavarnir. Guðmundur Kristinsson slökkviliðsstjóri og Ragnheiður Axelsdóttir afhentu þeim bækurnar.
 
Næsta vika verður stutt en skemmtileg . Mánudaginn 19. desember förum við í okkar árlegu vettvangsferð í Norska húsið og á þriðjudeginum verða litlu jólin okkar. Nemendur mæta kl. 10.30 á þriðjudagsmorgun og mun dagskrá ljúka kl. 12.00. Heilsdagsskólinn verður ekki opinn þann dag.  
 
Góða helgi kæru vinir og munum að njóta :-)
Berglind og Drífa Lind