Kæru vinir!
Þá er fyrsta heila vika skólaársins búin. Við stjórnendur erum sammála um að hún gekk mjög vel.
Í vikunni barst okkur hluti af skólagögnum. Restin á síðan að koma til okkar eftir helgi.
Á mánudaginn hefst danskennsla fyrir 1. - 6. bekk. Jón Pétur danskennari mun koma og verða hjá okkur tvo daga í viku næstu fjórar vikurnar. Eins og áður munum við enda á danssýningu sem við auglýsum nánar síðar.
Í næstu viku fáum við vini okkar frá Danmörku í heimsókn. Þau munu gista hjá nemendum 10. bekkjar og fylgja þeim í skólanum þriðjudag og miðvikudag.
Þann 8. september er Dagur læsis því viljum við minna á mikilvægi lesturs í vetur og hvetja alla foreldra að setja þennan þátt í forgang. Þennan sama dag ætlum við í skólanum að taka frá stund þar sem allir í skólanum, nemendur og starfsfólk setjast niður með bók í hönd.
Njótið helgarinnar!
Berglind og Lilja Írena