Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru  vinir!
 
Það snjóaði heldur betur á okkur þessa vikuna. Mikil gleði á meðal barnanna  og útiveran töluvert skemmtilegri  en ella. En  eins  og oft vill verða  að þá  er hann að mestu farinn þegar  þetta er skrifað. 
 
Lestrarátakið hefur gengið vel og munum við ljúka því næstkomandi föstudag 27. janúar. Þann dag  munum við poppa baunirnar og halda  litla hátíð. 
 
Það hefur borið á því undanfarið að  peningar hafa verið að hverfa úr úlpuvösum nemenda í fatahenginu. Við höfum því brýnt það fyrir nemendum að geyma ekki fjármuni né önnur verðmæti í flíkum  sínum í fatahenginu. 
 
Þá höfum við orðið vör við að  foreldrar/forráðamenn keyri nemendur inn á bílastæðið á morgnana í stað þess að nota slaufuna. Við  viljum því biðja ykkur að nota slaufuna þar sem það er  öruggasta  leiðin fyrir alla.  
 
Njótið helgarinnar!