Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!

Við viljum byrja á því að þakka þeim sem sáu sér fært að mæta á Office 365 kynninguna okkar á mánudaginn. Það er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fái innsýn inn í þetta nýja kerfi sem við erum að byrja að notast við. Hvetjum alla eindregið til að skoða kerfið með börnum sínum og prófa sig áfram.

Þessari viku lauk með skemmtilegum stærðfræðileikjum í tilefni degi stærðfræðinnar. Hressandi uppbrot og skemmtun.

Nauðsynlegt er að skerpa á mikilvægi þess að tilkynna inn veikindi nemenda daglega. Hægt er að hringja inn, senda tölvpóst eða skrá í gegnum Námfús.

Auk þess viljum við biðja foreldra að muna eftir að láta Heilsdagsskólann vita ef einhverjar breytingar verða á íþrótta- og/eða tónlistartímum.

Skólalóðin okkar er alls ekki með góðu móti og þykir okkur það miður. Hins vegar var síðasta mánudag fundur með bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem farið var yfir hönnun lóðarinnar og kallað eftir hugmyndum og tillögum frá starfsfólki. Við vonum að þess verði ekki langt að líða að lóðin verði tekin í gegn.

Síðast en ekki síst langar okkur að benda á nýja heimasíðu sem er komin í gagnið. Enn er þó verið að vinna í því að setja inn efni og er stefnt að því að ljúka því í næstu viku. Slóðin inn á síðuna er grunnskoli.stykkisholmur.is nú eða í gegnum stykkishólmur.is og smella á hnappinn Skólar.

Vonandi eigið þið ánægjulega helgi!
Berglind og Drífa Lind