Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir

Það var nóg að gera hjá okkur í grunnskólanum þessa vikuna eins og allar aðrar vikur. 9. og 10. bekkur fékk kynningu frá FSN og öll börn í 5. - 10. bekk tóku þátt í könnuninni Ungt fólk. Þá eru nemendur í 1. ? 5. bekk búnir að vinna með maísbaunirnar sem söfnuðust saman í lestrarátaki okkar. 1. ? 3. bekkur sá um að telja baunirnar og reyndust þær vera 12.747 talsins. 4. og 5. bekkur reiknuðu svo út fjölda lesinna mínútna sem voru 63.735 eða alls 7,3 klukkustundir. Það þýðir að hver nemandi hefur lesið að meðaltali 440 mínútur. Vel að verki staðið.

Setning Júlíönuhátíðar var haldin í gær þar sem Símon Andri nemandi í 7. bekk las upp ljóð með glæsibrag. Í morgun fóru 6. - 10. bekkur í gömlu kirkjuna og skemmtu sér ásamt Kött Grá Pjé. Þar lásu nokkrir nemendur upp texta sem 8. - 10. bekkir höfðu unnið að þá daga sem Kött Grá Pjé var hjá okkur. Virkilega skemmtileg vinna.

Í dag kl. 15.00 verður opnuð sýning á verkum eftir 1. - 3. bekk á Amtbókasafninu þar sem Þorpinu er lýst í máli og myndum. Hvetjum alla til að mæta á opnunina. Eins verður sýningin uppi næstu vikurnar.

Samkvæmt skóladagatali eiga að vera prófdaga / námsmat á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Tekin hefur verið ákvörðun um það að einblína á leiðsagnarmat þar sem námsmat er sífellt í gangi. Nemendur eru leiddir og hvattir áfram til að bæta stöðugt árangur sinn og gerðir meðvitaðir um eigin ábyrgð á námi. Með leiðsagnarmati detta út hinir týpísku prófdagar og nemendur metnir í hefðbundnum kennslustundum.

Eigið góða helgi kæru vinir!
Berglind og Drífa Lind