03.03.2017
Kæru vinir
Í þessari fyrstu viku vorannar hefur fallega veðrið leikið við okkur með allri sinni birtu. Opnað var fyrir námsmat miðannar inni á Námfús og er því vitnisburður aðgengilegur nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra.
Í næstu viku mun Inga Stefánsdóttir sálfræðingur halda fyrirlestur um kvíða og þunglyndi barna. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður þriðjudaginn 7. mars kl. 17 í skólanum. Áhugavert og þarft umræðuefni sem mikilvægt er að vera vakandi fyrir.
Samræmd próf í 9. og 10. bekk verða haldin dagana 7. - 10. mars. Þetta er í fyrsta sinn sem prófin eru rafræn í þessum bekkjum og með því eru þau styttri og hnitmiðaðri.
Við viljum biðja foreldra/forráðamenn barna í Heilsdagsskólanum að ræða við börn sín um mikilvægi þess að láta starfsfólk vita þegar þau fara heim úr skólanum. Einnig er mikilvægt að láta vita ef barn/börn fara fyrr heim.
Hafið það gott um helgina!
Bestu kveðjur
Berglind og Drífa Lind