Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!

Vikan hófst með frábærum fyrirlestri Ingu Stefánsdóttur sálfræðings um kvíða og þunglyndi barna. Sláandi niðurstöður úr nýjum rannsóknum á tölvu- og símanotkun og þessara andlegu kvilla. Við þökkum þeim sem komu kærlega fyrir komuna. Hér eru glærur frá fyrirlestrinum.

Samræmd próf voru í 9. og 10. bekk þessa vikuna og tókst það vel þrátt fyrir miklar breytingar á skipulagi prófanna.

Í næstu viku mun Grunnskólinn í Stykkishólmi taka þátt í Skólahreysti. Þar munu rúmlega 20 nemendur úr 8. - 10. bekk fara til Reykjavíkur og keppa í hinum ýmsu æfingum.

Á miðvikudaginn 15. mars verða haldnar Menntabúðir Vesturlands hér í skólanum þar sem kennarar munu kynna skemmtileg og áhugaverð verkefni sem unnið er að. Má þar nefna byrjendalæsi og verkefni í ensku.

4. og 5. bekkingar munu svo skella sér í menninguna í Reykjavík sunnudaginn 19. mars í skipulagða menningarferð.

Góða helgi!
Berglind og Drífa Lind