Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæra skólafólk!
Okkur langar að þakka öllum sem komu á árshátíð nemenda í 1. - 6. bekk síðasta þriðjudag. Það var gaman að sjá hvað nemendur höfðu gaman af því að skemmta áhorfendum. Þetta er mikilvægur hluti og nauðsynlegt að skólinn æfi nemendur í að koma fram. Það var líka gaman að verða vitni að allri vinnunni sem nemendur lögðu á sig fyrir árshátíð 7. - 10. bekkjar. Kvöldið var þeim öllum til sóma.
Í dag föstudag voru nemendur 10. bekkjar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þetta er í annað sinn sem skólinn býður öllum nemendum 10. bekkjar á Snæfellsnesi í svokallaðan Framhaldsskólahermi. Framhaldsskólahermir gengur út á það að nemendur fá að prófa að fara og upplifa hvernig það er að vera í framhaldsskóla í einn dag.
Næstkomandi föstudag er öllum nemendum skólans boðið á Vortónleika Tónlistarskóla Stykkishólms í kirkjunni kl. 11:10.
Nú styttist í páskafríið en næsta föstudag er síðasti kennsludagur áður en allir fara í frí.
Hafið það sem allra best um helgina.
Berglind og Drífa Lind