Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!
Þessari síðustu viku fyrir páska lauk með frábærum tónleikum Tónlistarskólans í Stykkishólmskirkju í morgun. Skemmtilegir og hátíðlegir tónleikar. Auk þess fóru nemendur í ýmiskonar páskauppbrot bæði innandyra sem og utan.
Þriðjudaginn 4. apríl klæddumst við bláu. Með því sýndum við samstöðu og vöktum athygli á einhverfu. Hvetjum alla til að horfa á myndband á síðunni www.blarapril.is. Áhugavert og gott fyrir alla að horfa á.
Við viljum óska ykkur öllum gleðilegra páska og sjáumst hress og kát þriðjudaginn 18. apríl.
Berglind og Drífa Lind