Föstudagspóstur skólastjórnenda

Kæru vinir!

Í gær lauk velheppnaðri heimsókn vina okkar frá Kolding í Danmörku. Heimsóknin gekk einstaklega vel og stóðu nemendur 10. bekkjar sig vel í gestgjafahlutverkinu.

Við fengum einnig skemmtilega heimsókn í gær frá félagi kvenna í tónlist, Kítón. Þær komu og spiluðu fyrir 5. - 10. bekk og voru tónleikarnir teknir upp og munu verða sýndir á RÚV seinna í vetur.

Í dag er Dagur læsis. Að því tilefni tóku nemendur og starfsfólk sér bók í hönd og lásu. Við viljum hvetja ykkur einnig til þess að gera slíkt hið sama.

Þá voru kosningar til nemendaráðs og íþróttaráðs. Þau sem hlutu kosningu voru eftirfarandi:
Formenn nemendaráðs - Thelma Lind Hinriksdóttir og Védís Ýr Bergþórsdóttir
Formenn íþróttaráðs - Benjamín Ómar Kristjánsson og Örvar Sigurðsson
Fulltrúar í Tækniráði - Birta Sigþórsdóttir og Salvör Mist Sigurðardóttir

Við viljum minna á hollt og gott nesti. Það er æ meira farið að bera á því að nemendur komið með freðnar pizzur og þess háttar. Það finnst okkur ekki góð þróun. Hollt nesti eykur einbeitingu og námsárangur.

Einnig viljum við ítreka það að skólalóðin er eingöngu fyrir nemendur Heilsdagsskólans til kl. 16. Nokkuð hefur verið um það að nemendur sem ekki eru í Heilsdagsskólanum sæki t.d. í ærslabelginn og þykir okkur mjög leitt að reka þau af skólalóðinni. Starfsfólk getur þó ekki sinnt fleirum en skráðir eru Heilsdagsskólann og viljum við biðja ykkur um að virða það.

Að lokum minnum við á að föstudaginn 15. september er skipulagsdagur og því enginn skóli, Heilsdagsskólinn er einnig lokaður. 

Hafið það sem allra best um helgina.
Berglind og Lilja Írena