Kæru vinir!
Á morgun föstudag er skipulagsdagur í skólanum og því engin kennsla. Einnig er Heilsdagsskólinn lokaður.
Í gær fengum við í heimsókn verðandi nemendur í 1. bekk. Þau fengu sýnisferð um skólann og munu svo koma annað slagið í allan vetur ásamt því að 1. bekkur fer í heimsókn í leikskólann.
Í vikunni vorum við með danstíma í samstarfi við leikskólann. Nemendur 9. bekkjar fóru og sóttu elstu nemendur leikskólans og aðstoðuðu þau. 1. bekkur fékk aðstoð frá 8. bekk og 2. bekkur frá 10. bekk. Í næstu viku fá unglingarnir að velja hvort þeir taki þátt í þessu verkefni. Þetta heppnaðist mjög vel og hafa nú þegar þó nokkrir skráð sig. Yngstu nemendurnir höfðu á orði að þetta hefði verið mjög skemmtilegt.
Fyrir stuttu barst okkur höfðingleg gjöf frá Þórsnesi. Þeir gáfu okkur 8 spjaldtölvur. Þórsnes hefur áður gefið okkur spjaldtölvur og erum við þeim virkilega þakklát.
Í vetur verður í boði pólskukennsla fyrir pólskumælandi nemendur okkar. Hópnum er skipt í 1. - 6. bekk og 7. - 10. bekk. Sú sem kennir heitir Agnieszka Imgront. Við erum í skýjunum með að geta boðið upp á stuðning við þeirra móðurmál.
Í næstu viku verða svo samræmd próf í 7. bekk fimmtudag og föstudag.
Njótið helgarinnar!
Berglind og Lilja Írena