Föstudagsbréf skólastjórnenda

Kæru vinir
 
Þá er jafnréttisvikan okkar á enda. Frábærar umræður, vangaveltur og verkefni litu dagsins ljós á öllum aldurstigum.   1. - 5. bekkur framkvæmdu flott verkefni þar sem fyrirmælin voru að þau ættu að teikna upp félaga í björgunarsveit, tannlækni, hárgreiðslumeistara og bæjarstjóra. Þegar öll börn höfðu lokið við teikningar sínar voru kynjahlutverkin skoðuð með skemmtilegum umræðum. Áhugavert var að sjá hvaða kyn stúlkur og drengir settu í störfin. Í dag fengu börnin svo heimsókn frá einstaklingum þessara starfa (sjá mynd). Með þessu verkefni fengu börnin að upplifa að þessar tilteknu starfsstéttir eru kynjablandaðar.
 
Nú fer að kólna og viljum við minna alla á að klæða sig eftir veðri.
 
Góða helgi!
 
Berglind og Drífa Lind