Föstudagsbréf skólastjórnenda

Kæru vinir!
 
Á laugardaginn síðasta, 5. nóvemberkomu feðginin Ólafur Beinteinn Ólafsson og Ingibjörg Ólafsdóttir færandi hendi með bækur að gjöf. Gjöfunum tileinkar hann fyrrverandi skólastjórum skólans Þorgeiri Ibsen og Ólafi Hauki Árnasyni og konum þeirra. Bækurnar heita Fjársjóðurinn og Töfratónar og nýtast í tónmenntakennslu.
 
Vikan hjá 1. - 5. bekk hófst með skemmtilegum viðburði í kirkjunni á mánudaginn þar sem brot úr Ævintýraóperunni Baldursbrá var sýnt. Nemendur lærðu lokalag sýningarinnar vikuna áður og sungu með í lokin. Mjög gaman og hressandi að hefja vikuna syngjandi.
 
Fyrsta námsmat skólaársins fer fram á næstu vikum og hefur fyrirkomulag námsmats skólans verið breytt. Þriðjudaginn 15. nóvember er prófdagur hjá 9. og 10. bekk þar sem þeir nemendur mæta kl. 08.05, taka próf á þeim tíma og kl. 10 og ljúka með því þeim skóladegi.  
 
Send var út könnun fyrir foreldra / forráðamenn síðastliðinn mánudag og mun hún standa opin til miðnættis föstudaginn 18. nóvember.
 
Í vinnslu er ný heimsíða skólans sem mun birtast á komandi vikum. Við hvetjum ykkur til að fylgjast með heimasíðunni og þeim fréttum og myndum sem birtast þar.
 
Njótið helgarinnar!
Berglind og Drífa Lind